Ferskleikamat á fiski á nokkrum sekúndum - kynning hjá Matís á nýjum tækjabúnaði

9.9.2008

Kynning verður á nýjum tækjabúnaði sem framkvæmir ferskleikamat á fiski, í húsakynnum Matís að Borgartúni 21 kl. 10:00, föstudaginn 12. september. Sequid nefnist tækið en með því má mæla hvort fiskurinn hafi verið frystur einu sinni eða tvisvar, og eins hvort hann er í raun ferskur eða þiðinn, og fá hlutlaust mat á gæðum hráefnisins á fáeinum sekúndum.

Þróun búnaðarins var framkvæmd af hópi vísindamanna frá Wefta löndum Evrópu og var Sequid búnaðurinn nýlega settur á markað. Nú býðst íslenskum áhugamönnum um gæðamat á fiski tækifæri á að sjá kynningu á nýjustu tækni í þessum efnum.

Smellið HÉR til að kynna ykkur tækjabúnaðinn nánar (3 einblöðungar / 3 one-pagers)


Fréttir