Landgengar eldiskvíar gætu aukið þekkingu

26.9.2008

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Matís ohf. sátu fund með sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í síðustu viku um áframhaldandi uppbyggingu á rannsóknaraðstöðu fyrir þorskeldi á Vestfjörðum. Kynnt var fyrir nefndinni vilji fyrir því að sveitarfélög og aðilar kæmu meira að uppbyggingu á rannsóknaraðstöðu til þorskeldis.

Verkefnið sem tengist þessari uppbyggingu felst í því að fá landfestar þorskeldiskvíar sem myndu auðvelda aðgengi rannsóknaraðila að rannsóknarefninu og hugsanlega væri hægt að tengja það við ferðaþjónustu þegar það væri komið lengra að stað.

Neil Shiran Þórisson segir að Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða leiti nú að fjármagni til að hrinda verkefninu af stað. „Þetta yrðu landgengar kvíar sem myndi auðvelda alla rannsóknarvinnu vísindamanna á eldisfiski og auka þar með þekkingu á honum sem gæti leitt til meiri framleiðni og betri nýtingu á fisknum. Verkefnið er í bið núna á meðan við leitum að aðilum sem gætu hugsanlega séð sér hag með að koma með peninga inn í verkefnið.

Frétt birt á www.bb.is.


Fréttir