Matís þróar nýja aðferð til að fylgjast með mengun skemmdarbaktería í fiski

30.9.2008

Nú nýverið birtist grein í Journal of Environmental Monitoring þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknar vísindamanna hjá Matís. Tilgangur rannsóknarinnar var að þróa aðferð sem gæti komið að liði við innra gæðaeftirlit í fiskvinnslu og tól til ákvörðunartöku við vinnslu hráefnis af mismunandi gæðum.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á möguleikann á því að greina á hraðvirkan hátt skemmdarbakteríuna Pseudomonas í fiski á fljótlegan og öruggan hátt.

Hér er því komið tæki til að fylgjast með mengun skemmdarbaktería í fiski. Rannsóknir á notkun þessarar aðferðar í öðrum matvælum stendur einnig yfir.

Greinina í heild sinni má nálgast hér.
Fréttir