Sýnendur Íslensku Sjávarútvegssýningarinnar verðlaunaðir: Matís í samstarfi við verðlaunahafa

14.10.2008

Sjávarútvegssýningin 2008 fór fram í Fífunni í Kópavogi 2.-4. október sl. Eins og venja er þá voru veitt verðlaun fyrir sýningarbása og voru þau verðlaun veitt á sérstakri sýningarhátíð sem haldin var 3. október í boði Eimskip og Landsbankans.

Ennfremur voru veitt verðlaun fyrir bestu nýjung sýningarinnar og hlaut Trackwell þar verðlaun fyrir SeaData upplýsingakerfið en Matís hefur verið Trackwell innan handar í því verkefni í tengslum við annað athyglisvert verkefni, FisHmark (sjá meira hér og hér).

Matís óskar Trackwell til hamingju með þessi góðu verðlaun.


Fréttir