Matvæladagur MNÍ: Matís með erindi

21.10.2008

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands var haldin fimmtudaginn 16. október. 2008. Efni dagsins var Íslenskar matarhefðir og héraðskrásir. Á ráðstefnunni töluðu íslenskir fyrirlesarar og sænskur fyrirlesari frá Háskólanum í Örebro. Ráðstefnan stóð frá kl. 13:00-17:00 og var haldin í Iðnó. Ráðstefnustjóri var Gísli Einarsson fréttamaður. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Einar K. Guðfinnsson setti ráðstefnuna.

Guðmundur H. Gunnarsson deildarstjóri nýsköpunar matvæla hjá Matís flutti erindi um vöruþróun úr staðbundnum matvælum. Fyrirlesturinn má nálgast hér.

Auk þess að skrifuðu all margir starfsmenn Matís greinar í blað Matvæladags, Matur er mannsins megin. Nálgast má blaðið hér.
Fréttir