Málþing vegna 10 ára afmæli sjávarútvegsskóla SÞ

22.10.2008

Komdu og taktu þátt í ráðstefnu á vegum Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður á Hótel Loftleiðum, dagana 24. og 25. október.

Sjávarútvegsskólinn fagnar um þessar mundir 10 ára starfsafmæli. Af því tilefni efnir skólinn til ráðstefnu um sjálfbærni sjávarútvegs, eða "Sustainble Fisheries", sem vonast er til að styrki undirstöður kennslunnar við skólann. Að morgni fyrri dagsins (24.) munu erlendir gestafyrirlesarar flytja lykilerindi um helstu þætti er varðar framtíð sjávarútvegs og fiskiðnaðar í heiminum og að morgni 25. október verða 3 málstofur um eftirfarandi (sjá dagskrána hér):

1. Fiskveiðistjórnun og mat á fiskistofnum

2. Viðskipti með fisk og fiskafurðir og gæðastjórunu í fiskiðnaði

3. Veiðar og fiskeldi

Staður: Hótel Loftleiðir
Tími: 24. og 25 október.
Ráðstefnugjald: ekkert

Sjá heimsíðu ráðstefnunnar: www.unuftp.is/conference
Fréttir