• Þorskur í ís

Birting ritrýndrar greinar frá vísindamönnum Matís

Matís þróar ný erfðagreiningasett byggt á endurteknum DNA stuttröðum (microsatellites) úr þorski

11.11.2008

Markmið verkefnisins var að þróa ný erfðagreiningasett byggð á endurteknum DNA stuttröðum (microsatellites) úr þorski. Útbúa átti 10 erfðamarkasett til notkunar í kynbótastarfi á aliþorski og einnig 20 erfðamarkasett til upprunagreininga á villtum þorski.

Auk þess nýtast þessi greiningasett til arfgerðargreininga fyrir rekjanleika og tegunda- og upprunagreininga á eggjum og lirfum í sjó og vegna vafamála á mörkuðum. Niðurstöður þessarar rannsóknar birtust fyrir stuttu í Molecular Ecology Resources og má sjá greinina hér.
Fréttir