• Kerecis logo

Fréttatilkynning - Kerecis ehf. og Matís ohf. gera rammasamning um rannsóknir

Prótein úr fiski meðhöndla skaðaðan vef

1.12.2008

Í fréttatilkynningu frá Kerecis ehf. og Matís ohf. sl. föstudag tilkynntu fyrirtækin um undirritun rammasamnings varðandi rannsóknir á próteinum úr fiski til meðhöndlunar á ýmsum læknisfræðilegum vefjavandamálum í mönnum.

Rannsóknarsamningurinn milli félaganna er til eins árs en inniheldur framlengingarákvæði. Gert er ráð fyrir að Matís framkvæmi allar próteinrannsóknir Kerecis við hina nýju líftæknismiðju fyrirtækisins á Sauðárkróki og í rannsóknaraðstöðu sinni í Reykjavík. Matís hefur mikla reynslu og sérþekkingu tengda framleiðslu afurða úr fiskipróteinum og hefur fyrsta flokks rannsóknar- og þróunaraðstöðu fyrir slíkar rannsóknir.

Fréttatilkynninguna í heild sinni má finna hér.
Fréttir