Skýrsla um leiðbeinandi mörk varðandi fráveituvatn

4.2.2003

Nýkomin er út greinargerð um þær kröfur, sem gera þarf til þess fráveituvatns sem losað er í fráveitukerfi Reykjavíkurborgar m.t.t. þátta svo sem tæringar, rekstrartruflana og annarra óæskilegra áhrifa á kerfið

Skýrslan er unnin að ósk Gatnamálastofu Reykjavíkur og eru skýrsluhöfundar þeir
dr. Guðjón Atli Auðunsson, efnafræðingur á Rf og Hafsteinn Helgason, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Línuhönnun hf.
Greinargerðin skiptist í eftirfarandi þætti:

Almennt ástand fráveitukerfisins í Reykjavík
Tæringarferli steinsteypu í fráveitukerfum
Kröfur til steyptra röra fyrir fráveitukerfi
Yfirlit yfir staðla og viðmið erlendis vegna losunar í fráveitukerfi
Tillögur að viðmiðunargildum vegna losunar í fráveitukerfi Reykjavíkur

Dreifing skýrslunnar er í höndum Gatnamálastofu Reykjavíkur.


Fréttir