• Logo Matís

Ný framleiðsluaðferð fyrir marningsblöndu til innsprautunar í fiskafurðir

27.5.2009

Helstu vandamál við notkun marnings í flök hafa tengst stöðugleika hans og öðrum gæðaþáttum.  Með bættum eiginleikum marnings og stöðugleika til innsprautunar er hann vænlegri kostur sem hráefni í ýmsar vörur sem leiðir til verðmætaaukningar hans.  

Bæði er hér um að ræða bætta nýtingu á aukahráefni og bætta nýtingu á afurðum.  Við innsprautun í flök er marningurinn orðinn hluti af dýrari afurð og útflutningsverðmæti því meira samanborið við útflutningsverðmæti marnings.

Markmið verkefnisins „Himnusprenging marnings“ var að þróa nýja framleiðsluaðferð fyrir marningsblöndu til innsprautunar í fiskafurðir sem byggði á jöfnun (himnusprengingu)  en verkefninu er nú lokið.  Ferillinn sem þróaður var skilar góðum árangri hvað varðar stöðugleika, vatnsheldni, útlit og sprautanleika blöndunnar. Áhrif á örverur voru mismunandi eftir hráefni og ferlum sem notaðir voru en þau voru ekki merkjanleg í öllum tilfellum. Ef þrýstingur er nægur þó hægt að fækka örverum.   Ávinningur af sprautun fiskafurða felst í aukinni nýtingu og gæðum sprautaðra afurða sem geta skilað umtalsverðum ávinningi med lágmarks tilkostnaði.  Sprautaðar afurðir voru viðkvæmari fyrir frystingu en kælingu með tilliti til þyngdartaps eftir sprautun.  Hættan við kældar afurðir er þó ætíð sú að geymsluþol skerðist þar sem örverur dreifast auðveldlega um vöðvann með sprautun.  

Ávinningur þessarar framleiðsluaðferðar er ekki aðeins fólgin í aukinni nýtingu fiskafurðar vegna sprautunar.  Einnig  eykst verðmæti marningsins umtalsvert við það eitt að verða hluti af verðmætari afurð eins og flökum eða flakabitum.

Verkefnið var styrkt af AVS og Tækniþróunarsjóði.  Samstarfsaðilar voru Matís ohf, Síldarvinnslan hf og Iceprotein hf. 

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.
Ferill til meðhöndlunar á marningi til innsprautunar í flök.
Hluti af meistaranámsverkefni Magneu G. Arnþórsdóttur í Matvælafræði við Háskóla Íslands.
Lokaverkefni Zhao Qiancheng við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.

Skýrslur
Zhao Qiancheng.  2009.  Effects of salt and protein injection on yield and quality changes during storage of chilled and frozen saithe fillets.  A report of final project submitted to the UNU-Fisheries Training Programme  in partialfulfillment of the requirements for the specialist line: Quality Management of Fish Handling and processing.  Í undirbúningi

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Magnea G. Arnþórsdóttir, Irek Klonowski,  Arnljótur Bjarki Bergsson, Sindri Sigurðsson, Sigurjón Arason.  2009 Jöfnun – aukin gæði og bættir eiginleikar marnings. Matísskýrsla xx-09. Í undirbúningi. 

Tæknilegar skýrslur
1.       Tilraunaskýrsla úr fortilraunum: Fortilraunir við jöfnun á marningi og sprautun í flök.
2.       Tilraunaskýrsla í verkþætti 1: Þróun á ferlum við jöfnun á marningi til sprautunar.
3.       Tilraunaskýrsla í verkþætti 2: Áhrif fisktegunda og hráefnisgæða á jöfnun marnings.
4.       Tilraunaskýrsla í verkþætti 2 (og 3): Tilraunir með sprautun á marningsblöndum (I).
5.       Tilraunaskýrsla í verkþætti 3: Tilraunir með sprautun á marningsblöndum (II).
6.       Tilraunaskýrsla í verkþætti 3: Tilraunir með sprautun á marningsblöndum (III).
7.       Samantekt í verkþætti 4: Einkaleyfishæfni ferils við jöfnun á marningi.


Fréttir