Rf og HÍ auglýsa styrk til doktorsnáms

24.3.2003

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Háskóli Íslands auglýsa til umsóknar styrk til doktorsnáms í matvælafræði. Umsækjandi þarf að hafa lokið MS prófi í raunvísindum frá viðurkenndum háskóla.

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Háskóli Íslands auglýsa til umsóknar styrk til doktorsnáms í matvælafræði. Umsækjandi þarf að hafa lokið MS prófi í raunvísindum frá viðurkenndum háskóla.

Verkefnið er hluti af rannsóknum sem eru styrktar af RANNÍS og verður unnið við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskóla Íslands, og Primex ehf og í samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Styrkurinn er ætlaður til rannsókna á eðliseiginleikum kítína og áhrifum þeirra í matvælum.

Leiðbeinendur verða þeir Kristberg Kristbergsson og Sigurjón Arason við Háskóla Íslands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Jóhannes Gíslason hjá Primex ehf.

Umsóknir með upplýsingum um námsferil, einkunnir og fyrri störf ásamt eintaki af MS ritgerð, birtum og óbirtum vísindagreinum berist til dr. Kristbergs Kristbergssonar við Háskóla Íslands eða Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins fyrir 5. apríl n.k.


Fréttir