• Logo Matís

Skemmtileg rannsókn - viltu taka þátt?

18.11.2009

Nú er í gangi rannsókn um fiskafurðir sem er samstarfsverkefni fyrirtækja og stofnanna frá þremur löndum. Samstarfsaðilar í Noregi eru Nofima, Culinary Institute, Tank Design og Norska sjávarútflutningsráðið, í Danmörku viðskiptaháskólinn í Árósum (Aarhus School of Business), markaðsrannókna- og tölfræðideild.

Hér á Íslandi eru það Matís, FYLGIFISKAR, Lýðheilsustöð og Reykjavíkurborg (mennta- og leikskólasvið).

Okkur þætti vænt um ef þú gætir séð þér fært að svara könnuninni. Ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga og nafn þitt mun að sjálfsögðu hvergi koma fram við úrvinnslu könnunarinnar. Könnunin tekur um 10 mínútur. Henni er svarað á netinu með því að fara inn á slóðina:  http://fishevidence.net/limesurvey/index.php?sid=88481&lang=is

Vinsamlegast fylltu út spurningalistann fyrir þann 4. desember.

Ábyrgðarmaður könnunarinnar er Gunnþórunn Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Matís á Íslandi og Themis Altintzoglou, doktorsnemi hjá Nofima í Noregi. Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við könnunina er hægt að hafa samband við Gunnþórunni eða Themis.

Með von um góð viðbrögð,
Gunnþórunn Einarsdóttir                                           Themistoklis Altintzoglou
Matís , Iceland                                                              Nofima, Norway
gunnthorunn.einarsdottir@matis.is                    themis.altintzoglou@nofima.no

Þrír vinningshafar verða dregnir út hér á Íslandi og eru 10.000 kr í verðlaun fyrir hvern.

Vinningshafar verða dregnir út þriðjudaginn 15. desember og verða nöfn þeirra sett inn á síðu Matís www.matis.is.  


Fréttir