Málþing um Campylobacter

9.4.2003

Næstkomandi föstudag, 11. apríl, kl. 13:00-16:30 verður haldið á Hótel Loftleiðum opið málþing um Campylobacter, faraldsfræði og íhlutandi aðgerðir. Málþingið verður haldið í sal 5 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.

Málþingið á föstudaginn er samantekt á 3 ára verkefni, styrkt af Rannís, þar sem faraldsfræði Campylobacter var skoðuð og í framhaldi af því farið í íhlutandi aðgerðir.

Rannsóknaverkefnið “Campylobacteriosis – faraldsfræði og íhlutandi aðgerðir” hófst árið 1999 með það meginmarkmið að leita skýringa á aukinni tíðni Campylobactersýkinga í mönnum og finna leiðir til úrbóta. Önnur markmið voru að kanna algengi E. coli O157 og Salmonella á Íslandi og að kanna nýgengi iðrasýkinga í fólki. Lokaskýrsla er nú að koma út.

Fimm stofnanir unnu að þessu verkefni og munu þær kynna niðurstöður sínar á málþinginu. Stofnanirnar eru:

 Umhverfisstofnun
 Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum
 Sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss
 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
 Embætti yfirdýralæknis

Dagskrá:

13:00-13:05 Setning

13:05-13:20 Ávarp: Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra

13:20-13:40 Eggert Gunnarsson, Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum:
Útbreiðsla Campylobacter í dýrum

13:40-14:00 Franklín Georgsson, Umhverfisstofnun:
Campylobacter í matvælum og áhrif frystingar á fjölda Campylobacter í kjúklingum

14:00-14:20 Hjördís Harðardóttir, Sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss:
Campylobacter-sýkingar í mönnum

14:20-14:50 Kaffi

14:50-15:10 Jarle Reiersen, Embætti yfirdýralæknis:
Campylobacter í kjúklingum -íhlutandi aðgerðir

15:10-15:40 Sigrún Guðmundsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins:
Greining Campylobacter með sameindafræðilegum aðferðum

15:40-16:00 Elín Guðmundsdóttir, Umhverfisstofnun:
Samantekt

16:00-16:30 Umræður

Fundarstjóri: Karl Kristinsson


Fréttir