Lærdómsríkri ferð til Viet Nam lokið

11.4.2003

Fjórir starfsmenn Rf snéru aftur í vikunni eftir velheppnaða ferð til Viet Nam, þar sem þeir kynntu sér þörf heimamanna fyrir fræðslu og þjálfun

Að sögn fjórmenninganna var ferðin ógleymanleg og afar lærdómsrík. Mikið var um fundahöld með fulltrúum háskóla á sviði fiskiðnaðar, auk skoðunarferða um fiskvinnslur og fiskeldisstöðvar

Þrír af þeim sem ferðuðust til Viet Nam kenna fyrir hönd Rf í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem rekinn er hér á landi.

Á myndinni sjást íslensku ferðalangarnir, fulltrúar frá dönsku hjálparstofnuninni DANIDA, aðstoðarsjávarútvegsráðherra Viet Nam og fulltrúar vietnamskra háskóla


Fréttir