Mikill áhugi á TAFT ráðstefnunni

23.4.2003

Rf stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu, TAFT 2003 í júní n.k. og von er á fjölda erlendra vísindamanna hingað af þessu tilefni. Á ráðstefnunni verður áhersla m.a. lögð á að koma á fót víðtæku samstarfi (networking) vísindamanna og fiskiðnaðar beggja vegna Atlantsála

Ráðstefnan er haldin á vegum WEFTA (West European Fish Technologists Association) en Rf er aðili að þeim samtökum. Fyrir nokkrum árum kom upp sú hugmynd að halda sameiginlega ráðstefnu með sambærilegum samtökum í N-Ameríku, AFTC (Atlantic Fisheries Technologist Conference og varð Ísland fyrir valinu sem fundarstaður.

Helstu efnisatriði á ráðstefnunni eru: 
Sjávarafur ðir sem hráefni fyrir markfæði með heilsubætandi áhrif 
Ný efni unnin úr sjávarafurðum og betri nýting á aukaafurðum, úrgangi og frárennsli frá fiskiðnaði 
Líftækniaðferðir til notkunar fyrir fisk og fiskafurðir 
Nýjar aðferðir við meðferð, vinnslu og dreifingu fisk- og skelfiskafurða 
Vísindalegur bakgrunnur að alþjóðlegum stöðlum um gæði og öryggi fiskafurða. 
Áhrif fóðurs og fóðrunar á næringarinnihald og gæði fiskeldistegunda 
Viðhorf neytenda til fiskneyslu 
Hlutverk fiskeldis í að tryggja framtíðarbirgðir af fiski og nýjar fiskafurðir 
Rekjanleiki í framleiðslukeðju sjávarafurða til að efla traust neytenda

Fyrir utan fjölda áhugaverðra fyrirlestra, er ætlunin að hafa stutta námstefnu (workshop) samhliða ráðstefnunni þar sem áhersla verður á bætta nýtingu aukaafurða, og þar sem sérstaklega er vonast eftir þátttöku fiskiðnaðar. Til þess að námstefnan komi að sem mestu gagni var ákveðið að efna til e.k skoðanakönnunar til að auðvelda fólki með svipuð áhugamál á sviði fiskiðnaðarrannsókna að koma saman.

Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér ráðstefnuna frekar og/eða taka þátt í henni er bent á heimasíðu ráðstefnunnar.


Fréttir