Athyglisverð bók um gæðamerkingar á fiski

25.4.2003

Út er komin bókin "Quality of Fish from Catch to Consumer: Labelling, Monitoring and Traceability." Um er að ræða vandaða samantekt tveggja stórra Evrópuverkefna sem Rf hefur m.a. tekið þátt í á undanförnum árum

Verkefnin tvö sem um ræðir eru annars vegar "Gæðamerkingar fyrir fisk" og hins vegar "Þróun á margþátta skynjaratækni til að meta ferskleika og gæði fisks."

Það sem er einkum áhugavert við fyrrgreinda bók er að í henni er ekki eingöngu að finna niðurstöður vísindamanna, heldur er þar einnig að finna álit m.a. sjómanna, útgerðarmanna, fiskkaupenda o.fl á gæðamerkingum, eftirliti og rekjanleika sjávarafurða.

Bókin Quality of Fish from Catch to Consumers er gefin út af Wageningen Academic Publishers í Hollandi og er hægt að skoða efnisyfirlit bókarinnar með því að smella hér.
Þess má geta að einn þriggja ritstjóra bókarinnar er Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur á Rf.

Bókin kostar 85 evrur auk sendingarkostnaðar. Áhugasamir geta pantað hana á netinu með því að hafa samband við netfangið: sales@wageningenacademic.com


Fréttir