Vika þar til TAFT- ráðstefnan hefst

3.6.2003

Nú, þegar rúm vika er þar til TAFT-ráðstefnan hefst eru um 170 þátttakendur búnir að skrá sig á ráðstefnuna. Um sannkallaða alþjóðaráðstefnu er að ræða enda eru ráðstefnugestir frá a.m.k. 22 löndum. Mikill áhugi virðist vera á því að nota ráðstefnuna til að koma á tengslum (Networking) vegna rannsókna um nýtingu sjávarfangs o.fl.

Á ráðstefnunni verður lögð rík áhersla á að nýta þetta einstaka tækifæri til að koma á víðtækum tengslum á milli vísindamanna og fiskiðnaðar í mörgum löndum um samvinnu á sviði rannsókna og þróunnar um nýtingu sjávarfangs o.fl.

Í þessu skyni voru væntanlegir þátttakendur beðnir um að fylla út lista með upplýsingum um sín áhuga- og sérþekkingarsvið á þessum vettvangi, til að auðvelda tengslamyndun á milli aðila sem starfa á svipuðum vettvangi. Undirtektir voru vonum framar og er nú búið að flokka svörin og stofna nokkra mismunandi hópa fólks sem gaf upp svipuð áhugasvið. Skoða má niðurstöðurnar á heimasíðu ráðstefnunnar.

Hægt er skoða dagskrá ráðstefnunnar með því að smella hér og einnig er hægt að skrá sig á heimasíðu ráðstefnunnar. Hægt er að skrá sig á alla ráðstefnuna (4 dagar), eða bara hálfan eða heilan dag.


Fréttir