TAFT ráðstefnan byrjuð

11.6.2003

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra setti í morgun alþjóðlega ráðstefnu um rannsóknir og nýjungar í fiskvinnslu á Grand Hótel Reykjavík. Rúmlega 200 manns sitja ráðstefnunna

Að ráðstefnunni standa tvenn samtök vísindamanna á þessu sviði, WEFTA frá Evrópu of AFTC frá N-Ameríku. Er þetta í fyrsta sinn sem samtökin halda sameiginlega ráðstefnu sem þessa.

Níu kunnir gestafyrirlesarar, auk um 75 annarra sérfræðinga, halda fyrirlestra á ráðstefnunni, þar af nokkrir frá íslandi. Auk þess verða mörg verkefni kynnt á veggspjöldum í sérstökum sal.

Eitt af markmiðum ráðstefnunnar er að auka tengsl vísindamanna beggja vegna Atlantshafs. Fram kom í máli eins ráðstefnugesta frá Kanada í morgun að þarlendir aðilar hefðu góða reynslu af samstarfi m.a. við Íslendinga og hygðu á frekara samstarf við aðila í Evrópu.


Fréttir