Sjötta starfsár Sjávarútvegsskóla Háskóla S. Þ.

3.9.2003

Í morgun hófst kennsla við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í sjötta sinn. Að þessu sinni stunda 22 nemendur frá 15 löndum nám við skólann og er það stærsti hópurinn til þessa, en 19 nemendur voru við skólann á síðasta skólaári.

Hafrannsóknastofnunin hefur veg og vanda af rekstri skólans í samvinnu við Rf, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri o.fl. aðila. Skólinn er starfræktur samkvæmt sérstöku samkomulagi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna og er fjármögnun hans að mestu leyti hluti af framlögum Íslands til þróunaraðstoðar.

Skólinn veitir 6 mánaða starfsfræðslu fyrir sérfræðinga og fagfólk frá þróunarlöndunum og lýðveldum fyrrum Sovétríkjanna og er háskólamenntun og einhver starfsreynsla skilyrði fyrir skólavist. Skólaárið stendur frá byrjun september til loka febrúar


Fréttir