• Bunadarthing_2010_banner

Búnaðarþing 2010 - hátíðarræða Sjafnar Sigurgísladóttur forstjóra Matís

3.3.2010

Búnaðarþing var sett við hátíðlega athöfn í Bændahöllinni í dag. Þar héldu ávörp Haraldur Benediktsson formaður BÍ, Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Brita Skallerud annar tveggja varaformanna norsku bændasamtakanna Norges bondelag og Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís.

Einnig voru veitt landbúnaðarverðlaun sem ábúendurnir á bæjunum Hraun á Skaga og Grænhóli í Ölfusi hlutu að þessu sinni. Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi kom sá og sigraði með hressilega fiðlutóna.

Hér fyrir neðan eru ræður ráðherra, formanns BÍ, Haraldar Benediktssonar, Sjafnar Sigurgísladóttur og Britu Skallerud. Einnig er að finna skoðanakönnun frá Capacent sem greint var frá í ræðu Haraldar og fjölmiðlum er velkomið að vitna í.

Ávarp Jóns Bjarnasonar 
Ræða Haraldar Benediktssonar
Ræða Sjafnar Sigurgísladóttur
Ræða Britte Skallerud
Skoðanakönnun Capacent
Landbúnaðarverðlaun

Niðurstöður úr skoðanakönnun Capacent:
Framtíð íslensks landbúnaðar hefur áhrif á afstöðu fólks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, en 55,9% landsmanna eru andvígir inngöngu landsins í Evrópusambandið en 33,3% hlynntir aðild. Hátt í 60% landsmanna segjast ekki bera neitt eða lítið traust til sttjórnvalda þegar kemur að því að gæta hagsmuna þjóðarinnar í umsóknarferli um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í ræðu Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, við setningu Búnaðarþings 2010 fyrr í dag, en yfirskrift búnaðarþingsins  er „Aftur kemur vor í dal”.

Í ræðu sinni skýrði Haraldur frá niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Capacent vann fyrir Bændasamtökin. Um var að ræða fimm spurningar í spurningavagni Capacent. Niðurstöður könnunarinnar undirstrikar mikilvægi íslensks landúnaðar og neikvæða afstöðu til aðildar Íslendinga að Evrópusambandinu.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru:

  • 95,7% svarenda telja að það skipti miklu máli að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar.
  • 84,3% telja að það skipti miklu máli að Íslendingar séu ekki öðrum háðir um landbúnaðarafurðir.
  • 55,9% aðspurðra eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu, 33,3% eru hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu og 10,8% óákveðin.
  • 62,8% segja að framtíð íslensks landbúnaðar hafi mikil eða nokkur áhrif á afstöðu sína til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
  • 57,9% svarenda segist treysta íslenskum stjórnvöldum illa eða alls ekki til að gæta hagsmunum þjóðarinnar í umsóknarferlinum um aðild Íslands að Evrópusambandinu, aðeins 26,8% segjast treysta stjórnvöldum vel eða að öllu leyti.

Fréttir