• Logo Matís

Eru heilsufarsfullyrðingar um matvæli ofmetnar?

16.3.2010

Nú fyrir stuttu bárust fréttir af niðurstöðum könnunnar en þar kemur fram að sumir neytendur telja að matvæli sem fullyrt er um heilsusamlega eiginleika séu ekki eins náttúruleg, bragðist ekki eins vel og séu ekki eins áhugverður kostur og þau matvæli sem ekki bera heilsufarsfullyrðingar.

Emilía Martinsdóttir, fagstjóri hjá Matís, stóð að könnun ásamt öðru fagfólki frá Norðurlöndum. Niðurstöður úr könnuninni voru helst þær að neytendum hættir til að þykja fullyrðingar, t.d. á umbúðum, um heilsusamlega ávinning ekki eins mikilvægar og upplýsingar um hvað efnin í vörunni gera fyrir líkamann í raun og veru. Því má skilja þetta sem svo að neytendur vilji fá vitneskju um vísindalegar staðreyndir málsins frekar en fallegar yfirlýsingar um hvað varan sem slík gerir.

Dæmi: "Vara X lækkar blóðþrýsting" myndi ekki gefa vöruframleiðanda eins mikið og að segja "Vara X inniheldur efni Y sem niðurstöður rannsókna benda til að geti haft jákvæð áhrif á heilsu".

Nánari upplýsingar má finna hér og einnig hjá Emilíu Martinsdóttur, emilia.martinsdottir@matis.is.


Fréttir