• Logo_Neytendasamtokin

Ekkert annað kjöt en nautakjöt er að finna í íslensku nautahakki sem selt er í búðum.

16.3.2010

Gagnstæðar fullyrðingar hafa því ekki við rök að styðjast. Þetta er niðurstaða gæðakönnunar sem Matís gerði fyrir Neytendasamtökin og Landsamband kúabænda. Sagt er frá könnuninni og niðurstöðum hennar á vefsíðu Neytendasamtakanna.

Í framhaldi af umræðum um gæði á nautahakki ákváðu Landssamband kúabænda og Neytendasamtökin að gera gæðakönnun á þessari vöru. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytið styrkti verkefnið að hluta. Matís sá um framkvæmd könnunarinnar, sem náði til átta tegunda nautahakks.

Skýrsluna og niðurstöður könnunarinnar má í heild sinni finna hér.

Nánari upplýsingar veita Ólafur Reykdal, olafur.reykdal@matis.is og Óli Þ. Hilmarsson, oli.th.hilmarsson@matis.is.


Fréttir