Rf lánar vísindamenn í grunnskóla

1.10.2003

Í dag mun Birna Guðbjörnsdóttir, matvælafræðingur á Rf, heimsækja Hamraskóla og fræða nemendur í 9. og 10. bekk um örverur og persónulegt hreinlæti. Heimsóknin er hluti af átakinu

Það er Rannís, í samstarfi við rannsóknastofnanir atvinnulífsins, sem sá um að koma þessu verkefni af stað. Hugmyndin að baki verkefninu er að efla áhuga og skilning nemenda á grunnskólastigi á vísindum og rannsóknum.

Verkefnið "Vísindamaður að láni" varð til í fyrra í tengslum við Vísindadaga sem haldnir voru í Ráðhúsi Reykjavíkur og víðar s.l. haust. Rannsóknastofnanir á borð við Rf buðust þá til að "lána" sérfræðinga sína nokkrum sinnum til að koma inn í kennslustundir í grunnskólunum.

Undirtektir í fyrra voru nokkuð misjafnar, sumir skólar virtust taka hugmyndinni betur en aðrir og jafnframt var misjöfn eftirspurn eftir því efni sem í boði var. Tveir sérfæðingar Rf heimsóttu skóla í fyrra, annar með erindi um örverur og hreinlæti og hinn fræddi nemendur um hvernig skynfærin eru notuð til að meta ferskleika matvæla.

Í ár voru miklu betri og skjótari undirtektir, enda verkefnið betur kynnt. Rf býður sömu umfjöllunarefni og í fyrra og var meiri eftirspurn eftir erindinu um örverur og hreinlæti heldur en hægt var að anna, enda virðist það passa vel inn í námsskrá efri bekkja grunnskólans. Hins vegar er enn hægt að bóka fyrirlestra um skynmat. Áhugasamir hafi samband við Björn, bjorna@rf.is


Fréttir