• Linuveidar

Vinnufundur um línufisk

25.10.2010

Dagana 19. og 20. október sl. var haldinn hér á landi vinnufundur um veiðar, vinnslu, markaðssetningu og fleiri atriði er snúa að línufisk

Fundurinn var haldinn á vegum Matís, Nofima, Háskólans í Tromsø og Havstovunnar í Færeyjum, en alls tóku um 70 manns frá sjö löndum þátt í vinnufundinum.  Umræðuefnunum var skipt upp í fjóra flokka þar sem 4-5 aðilar héldu framsögu og að því loknu fóru fram almennar umræður meðal þátttakenda.  Fjallað var meðal annars um gæðamál, rekjanleika, markaðssetningu, neytendur, umhverfismál, tæknilausnir, veiðarfærarannsóknir, skipahönnun, hráefnismeðferð, fiskveiðistjórnun o.m.fl.

Umræður þátttakenda leiddu í ljós að aðilar í virðiskeðju línufisks á Íslandi, Færeyjum og Noregi eiga margt sameiginlegt og er greinilega fyrir hendi samstarfsgrundvöllur á milli þjóðanna hvað varðar rannsóknir og þróun.  Almennt voru aðilar sammála um að helsti kostur línuveiða væri að þær gæfu möguleika á mun betri afurðagæðum en þegar að önnur veiðarfæri eru notuð.  Einnig var talið mikilvægt að leggja áherslu á að umhverfisáhrif línuveiða eru mun minni en þegar veitt er t.d. með botnvörpu og því er oft vísað til línunnar sem LIFE-gear (Low Impact Fuel Efficient).

Nokkra athygli vakti meðal íslensku þátttakendanna hve mikla vinnu Norðmenn hafa lagt í rannsóknir og þróun á sviði veiðarfærarannsókna og skipahönnunar.  Reyndar má skipta norska línuflotanum upp í tvo aðskilda flokka þ.e. úthafsflotann og strandveiðiflotann.  Í úthafsflotanum eru um 50 frystiskip sem öll eru tæknilega mjög fullkomin t.d. eru nokkur þeirra sem draga línuna upp um stokk sem annað hvort er staðsettur úti í síðu eða í miðju skipinu.  Þessi skip geta því verið að í nánast hvaða veðrum sem er og tap af krókum er mun minna en þegar dregið er á hefðbundinn hátt.  Nú er verið að afhenda nýjasta skipið í þessum flokki, en það er Geir II og kostar hann um 3,6 milljarða IKR.  Strandveiðifloti þeirra Norðmanna er hins vegar mun frumstæðari og þar vantar oft mikið upp á að hráefnismeðferð sé sem skyldi.  Eitt af helstu vandkvæðunum sem þar er við að eiga er að í gildi eru lágmarksverð sem valda því að nær sama verð er greitt fyrir allan fisk, sama hver gæði hans eru.  Einnig skapar það vandræði að megnið af afla þessa útgerðaflokks fæst á tiltölulega afmörkuðu tímabili. 

Í þeim tilvikum sem Íslendingar gæta vel að hráefnismeðferð,  standa þeir framar Norðmönnunum hvað þau mál varðar.  Hið sama á við um nýtingu hverskyns upplýsinga í öllum hlekkjum virðiskeðjunnar.  Á vinnufundinum kom útgerðarfélagið Eskøy (sem er í eigu íslenskra aðila) allnokkuð til umræðu, en fyrirtækið hefur yfir að ráða tveimur bátum til línuveiða í Noregi.  Vel þykir hafa tekist til og er horft til félagsins hvað hráefnisgæði varðar. 

Líkt og Íslendingar leggja Færeyingar mikla áherslu á gæði línufisks.  Nokkur umræða spannst um mismun á fiskveiðistjórnunarkerfi þeirra og kerfum Íslendinga og Norðmanna.  Virðist það almenn skoðun Færeyinga að sóknardagakerfi þeirra sé í raun mun umhverfisvænna en kvótakerfi.

Að loknum þessum vinnufundi er þátttakendum ljóst að Íslendingar, Færeyingar og Norðmenn geta lært ýmislegt af hvorum öðrum og er þess vænst að í framhaldi af vinnufundinum verði hægt að stofna til frekari samstarfs á sviði rannsókna og þróunar er snúa að virðiskeðju línufisks.

Erindi frummælenda eru nú aðgengileg á heimasíðu Matís:

Þriðjudagur 19. október

08:30 – 11:15

Why a workshop on longlining?
Edgar Henriksen, Nofima Market, Norway

The UK seafood market: where does longline-caught fish fit in?
Philip MacMullen, Seafish, UK

What is so good about longline-caught fish?
Terje Kjølsøy, Ålesundfisk AS, Norway

Documentation of quality and environment issues – is that useful?
Kine Mari Karlsen, Nofima Market, Norway

From Seafloor to Consumer- a value chain project for longline fishing.
Bjørn Tore Rotabakk, Nofima Mat, Norway

12:00 – 16:00
What do we need to know to design the next generation longline vessels?
Lasse Rindahl, SINTEF, Norway

Development of new hauling systems.
Roger Larsen, BFE, University of Tromsø, Norway

Challenges in further development of autoline.
Christian H. Engh, Mustad Longline, Norway

Challenges in designing systems for fish handling preserving quality and value through the value chain.
Sveinn Margeirsson, Matís, Iceland

How can IT improve the fleets over all efficiency?
Kolbeinn Gunnarsson, Trackwell, Iceland

Miðvikudagur 20. október
08:30 – 11:00
 

Management regimes for fisheries with respect to efficiency and responsible fishing.
Dominic Rihan, Ireland, ICES-FAO Working Group on Fisheries Technology and Fish Behaviour.

How do regulations in general and parameter regulations especially affect longlining?
Svein Løkkeborg, Institute of Marine Research, Norway

What are the effects of stimulating longline fisheries with special reference to regional development?
Jahn Petter Johnsen, BFE, University of Tromsø

Frekari upplýsingar um vinnufundinn má fá hjá jonas.r.vidarsson@matis.is


Fréttir