• Aukin nýting og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum

Aukin nýting og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum

3.11.2010

Verkefni er nú lokið hjá Matís, Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. og 3X Technology ehf. sem hefur það að markmiði að auka verðmæti bolfiskafla með því að þróa feril sem eykur nýtingu og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum s.s hryggjum sem fellur frá flökunarvélum og afskurði sem fellur frá snyrtilínum.

Megináherslur í verkefninu eru þróun og smíði á eftirtöldum einingum til að hægt sé að framleiða hágæða marning úr hryggjum. Um eftirtaldar einingar/verkþætti er um að ræða:

Hryggjarskurðarvél  > Marningsþvottavél  >  Marningspressa  >  Marningspökkunarvél

Lýsing á marningskerfinu:  Hryggjum er sturtað inn á innm.borð fyrir framan hryggjaskurðarvélarnar. Hryggjunum er raðað inn í skurðarvélarnar, dálkarnir eru skornir frá og fara fram úr vélinni inn á færiband sem flytur þá í burtu. Skottin detta niður undir vélinni og eru flutt inn á marningsvélina þar sem þau eru mörð niður í annarsvegar marning og hinsvegar bein og rusl. Marningurinn er fluttur áfram í þvottatromluna þar sem hann er skolaður og síðan fluttur áfram til marningspressuna þar sem hún pressar vatnið úr marningnum. Eftir pressuna er hugmyndin að marningurinn nái að vera með staðlað vatnsinnihald (stilling framan á pressunni). Síðan er marningurinn fluttur með færibandi til marningspökkunarvélina þar sem hún skammtar réttu magni í þar til gerðar marningsöskjur.

Endanleg markmið línunnar er að ná að hvíta marninginn og auka þannig verðgildi hans.

Hvítun marningsins fæst með því að skola hann hressilega með vatni í þvottatromlunni og þar á eftir að „skvísa“ vatnið út aftur í marningspressunni.


Aukin nýting og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum 


Samstarfsaðilar verkefnisins eru Matís ohf, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf og 3X Technology ehf.

Skýrslu úr verkefninu má finna hér.

Verkefnið var til eins árs og var styrkt af AVS (www.avs.is) rannsóknasjóðnum.

Nánari upplýsingar veitir Róbert Hafsteinsson, robert.hafsteinsson@matis.is.


Fréttir