• Samtok_Idnadarins

Málþing á vegum Samtaka Iðnaðarins 23. nóv. - Matís tekur þátt

14.11.2010

Mikil nýsköpun hefur átt sér stað við framleiðslu skólamáltíða á undanförnum árum en enn eru mikil sóknarfæri til úrbóta.

Samstarf milli ólíkra fagsviða, sem koma að framkvæmd skólamáltíða með einum eða öðrum hætti, getur leitt af sér ýmsar framfarir.

Á málþinginu verður gerð grein fyrir lagaákvæðum og opinberum leiðbeiningum um skólamáltíðir, kynntar niðurstöður  verkefnis um skólamáltíðir á Norðurlöndum, stefna sveitarfélaga, reglur um innkaup á matvælum og sjónarmið foreldra. Í pallborðsumræðum verður rætt um aðstöðu í skólaeldhúsum, framleiðslu máltíða í miðlægum eldhúsum og fræðslu og ráðgjöf til sveitarfélaga og starfsfólks í mötuneytum. Til málþingsins er boðið starfsfólki sveitarfélaga sem er ábyrgt fyrir skólamötuneytum, skólastjórnendum, starfsfólki skólaeldhúsa, framleiðslueldhúsa og birgja, foreldrum og öðru áhugafólki um skólamáltíðir.

Staður: Hvammur, Grand Hótel Reykjavík
Tími: 23. nóvember kl. 15-17

Dagskrá:
15.00 -  Setning - Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð
15.15 - Reynsla af skólamáltíðum á Norðurlöndum - Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins
15.30 - Innkaupastefna Reykjavíkur og tilraunverkefni um hverfainnkaup - Ingibjörg H. Halldórsdóttir, verkefnisstjóri um samræmda matseðla hjá Reykjavíkurborg
15.40 - Útboð skólamáltíða og þjónustusamningar, kröfur til gæða og eftirfylgni - Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri Hafnarfjarðarbæjar
15.50 - Sjónarmið foreldra - Bryndís Haraldsdóttir, Heimili og skóli
16.00 - Pallborðsumræður

Auk fyrirlesara:
Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar
Unnsteinn Ó. Hjörleifsson, matreiðslumaður, Árbæjarskóla
Guðrún Adolfsdóttir, ráðgjafi, Rannsóknarþjónustunni Sýni
Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri nýsköpunar og neytenda, Matís
Herdís Guðjónsdóttir, formaður Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands
Fundarstjóri, Atli Rúnar Halldórsson, ráðgjafi

17.00 - Fundarlok

Aðgangur er ókeypis en tilkynna þarf þátttöku í síma 591-0100 eða á netfangið mottaka@si.is.


Fréttir