Kvikasilfur í íslensku hrefnukjöti

21.10.2003

Mældur hefur verið heildarstyrkur kvikasilfurs í átta sýnum af hrefnukjöti úr vísindaveiðum Íslendinga. Öll dýrin voru tarfar og spannar lengd dýranna allar stærðir tarfanna eða frá þeim minnsta til þess stærsta. Tarfar eru líklegri til að hafa hærri styrk heildarkvikasilfurs en kýr og því hærri sem dýrin verða eldri/stærri. Styrkur kvikasilfurs í þessum hrefnukjötssýnum er á milli 10 og 35% af lægra hámarksgildi fyrir kvikasilfur í sjávarfangi og því vel undir gildandi mörkum. Meðaltal mælinganna var um 90µg/kg eða meir en tvöfalt lægra en meðaltal kvikasilfurs í hrefnu, sem Norðmenn veiddu 2002, en það var um 230µg/kg. Þetta meðaltal fyrir hrefnuna í veiðum Norðmanna er jafnframt hærra en hæsta mælda gildið í íslenska hrefnukjötinu en þess að geta að norskt hrefnukjöt er á íslenskum markaði.
Fóstri í móðurkviði og nýburum er meiri hætta búin af völdum kvikasilfurs og með nýútgefnum ráðleggingum til barnshafandi kvenna og kvenna með börn á brjósti er viðkvæmt lífsstig látið njóta vafans og standa því ráðleggingar til þessa hóps um að takmarka neyslu hrefnukjöts við tvær máltíðir á viku eða sjaldnar. 

Lesa meira ►


Fréttir