• Bændasamtök Íslands

Matís með fjölmörg erindi á Fræðaþingi landbúnaðarins

14.3.2011

Að venju var Fræðaþingi landbúnaðarins mjög vel sótt enda er um að ræða einn helsta vettvang landbúnaðarins til að skiptast á skoðunum og fræðast um allt mögulegt í greininni.

Þingið er samvinnuverkefni 9 stofnana og fyrirtækja sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti og er Matís eitt þeirra og kemur að kostnaði sem og undirbúningi og skipulagningu þingsins.

Að þessu sinni var eldgosið í Eyjafjallajökli m.a. í brennidepli en í málstofu um það verður m.a. rætt um áhrif þess á samfélag, búskap, dýralíf og gróður. Viðamikil dagskrá var um hrossarækt og hestamennsku og horft var til framtíðar varðandi skógrækt hér á landi. Hefðbundnar málstofur um búfjárrækt, jarðrækt, nýtingu afurða, aðbúnað og eftirlit voru á sínum stað. Þá var vatnalífi og fiskrækt gerð skil í víðu samhengi.

Fyrirlestrar starfsmanna Matís:

  • Er hesturinn þinn greindur? Erfðagreiningar og kynbætur húsdýra Alexandra M. Klonowski, Anna Kristín Daníelsdóttir, Kristinn Ólafsson, Ragnar Jóhannsson, Sigurlaug Skírnisdóttir og Steinunn Magnúsdóttir, Matís ohf.
  • Getur sjávarútvegsmódelið virkað í landbúnaði? Jónas R. Viðarsson og Valur N. Gunnlaugsson, Matís ohf.
  • Vágestir í matvælum og hraðvirkar greiningar matvælasýkla Sveinn H. Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Árni R. Rúnarsson og Viggó Þór Marteinsson, Matís ohf.
  • Tækifæri til bættrar nýtingar hjá bændum með smáframleiðslu matvæla Guðjón Þorkelsson, Matís ohf.
  • Gæði byggs til matvælaframleiðslu Ólafur Reykdal, Matís ohf., Jónatan Hermannsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Iðnaðarverkfræði og mjólkurvinnsla í matarkistu Skagafjarðar Sigríður Sigurðardóttir, Matís ohf.
  • Nýting lágvarmaorku til ræktunar fiska og annarra lífvera Ragnar Jóhannsson, Matís ohf.

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.


Fréttir