• Matis_kona_3_rifsber

Norræn ráðstefna um neytendur og skynmat verður haldin í Danmörku þann 5. og 6. október 2011

22.8.2011

Norræn ráðstefna um skynmat, sem haldin var á Íslandi í maí 2010, verður að þessu sinni í Danmörku. Ráðstefnan er einkum ætluð fagfólki og vísindafólki sem vinnur með skynmat og neytendur, í vöruþróun og markaðssetningu neytendavara.

The Nordic Workshop in Sensory Science – focus on sensory professionalism
Efni ráðstefnunnar fjallar um fagmennsku, nýjungar á sviði skynmats og notkun skynmats í matvælaiðnaði. Meðal annars verður fjallað um hvernig skynrænir eiginleikar hafa áhrif á upplifun, hvernig hægt er að spá fyrir um val neytenda, notkun mismunandi einkunnaskala í skynmats og neytendarannsóknum, úrvinnslu og nýjar fljótlegar skynmatsaðferðir.

Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri Matís verður með erindi sem fjallar um þjálfun fólks í skynmati og  Emilía Martinsdóttir, fagstjóri Matís  er í  undirbúnings- og vísindanefnd ráðstefnunnar.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðunni www.sensorik.dk. Skráning fer fram til 1. september á fyrrnefndri vefsíðu.

Einblöðungur um ráðstefnuna er hér.


Fréttir