• Nýr Norrænn Matur

Nýr norrænn matur - Þang og þari í matvæli

9.9.2011

Í síðustu viku var haldinn fundur í Kaupmannahöfn um möguleika á nýtingu þangs og þara í mat, innan verkefnisins Nýr norrænn matur.  Matþörungar er vannýtt auðlind hér á norðurslóðum og miklir möguleikar í þróun nýrra matvæla úr þangi og þara.

Á meðal þátttakenda voru matreiðslumeistarar, vísindamenn,  þangræktendur og framleiðendur frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.  Nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu Ny Nordisk Mad (sjá hér).

Nánari upplýsingar veitir Rósa Jónsdóttir hjá Matís.


Fréttir