• EcoFishMan

EcoFishMan fundar með hagsmunaaðilum í Kaupmannahöfn

19.9.2011

Matís fer með stjórn í Evrópuverkefninu EcoFishMan, sem ætlað er að þróa nýa aðferðafræði sem nýtast mun við umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi Evrópusambandsins.

Verkefnið er þverfaglegt og nýtir upplýsingum um vistfræðilega-, félagslega-, hagfræðilega- og stjórnunarlega þætti fiskveiðistjórnunar, en markmiðið með verkefninu er að gera mönnum kleift að meta og bregðast við áðurnefndum þáttum við útfærslu á fiskveiðistjórnun. Mikil áhersla er lögð á samstarf við hagsmunaaðila á öllum stigum verkefnisins og sem partur af því ferli funduðu þátttakendur í verkefninu með hagsmunaaðilum frá veiðum, vinnslu, rannsóknastofnunum, neytendasamtökum og umhverfisverndarsamtökum víðsvegar að í Evrópu þann 8 september. Fundurinn fór fram í Kaupmannahöfn og var verkefnið þar kynnt fyrir hagsmunaaðilunum og leitað eftir framlagi frá þeim inn í áframhaldandi vinnu. Þátttakendur EcoFishMan héldu erindi til að skýra margvíslega þætti verkefnisins og síðan voru umræður um erindin. Í EcoFisMan verða fjögur mismunandi fiskveiðikerfi notuð sem sýnidæmi (case studies) við þróun kerfisins þ.e. íslenskar botnfiskveiðar, portúgalskar botnvörpuveiðarnar á krabbadýrum, botnvörpuveiðar í Norðursjónum og botnvörpuveiðar við Miðjarðarhafið. 

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Matís (EcoFishMan) og á vefsíðu verkefnisins, EU_EcoFishMan.


Fréttir