• WEFTA

WEFTA ráðstefna í Gautaborg - Matís kynnti niðurstöður

11.10.2011

Dagana 28.-30. september var haldin í Gautaborg ráðstefnan WEFTA 2011. Vísindamenn frá Matís kynntu þar niðurstöður rannsókna sinna.

West European Fish Technologists Association eða WEFTA (www.wefta.org) ráðstefnur er vettvangur þar sem margir af fremstu vísindamönnum Evrópu á sviði rannsókna á sjávarfangi og nýtingu þess koma saman og bera saman bækur sínar. Þessi ráðstefna var sú 41. í röðinni.

Fimm vísindamenn frá Matís héldu erindi á ráðstefnunni

  • Margrét Geirsdóttir, Patricia Y. Hamaguchi, Óli Þór Hilmarsson, Irek Klonowzki og Hörður G. Kristinsson. Surimi seafood from byproducts containing omega-3 fatty acids.
  • Kolbrún Sveinsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Margrét Geirsdóttir og Emilía Martinsdóttir. Innovative consumer-oriented product development of enriched seafood.
  • Minh Van Nguyen, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Sigurjón Arason og Arnljótur Bjarki Bergsson. Effects of the anti-caking agent potassium ferrocyanide (K4[Fe(CN)6]) on lipid oxidation of salted cod (Gadus morhua) during salting, storage and rehydration.
  • Patricia Y. Hamaguchi, Hólmfríður Sveinsdóttir, Rósa Jónsdóttir og Hörður G. Kristinsson. Comparison of in-vitro chemical and cellular based antioxidant assays on bioactive marine peptides.
  • Hólmfríður Sveinsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Patricia Y. Hamaguchi, Halldór Benediktsson, Hörður G. Kristinsson og Rósa Jónsdóttir. Functional ingredients in brown seaweed, Fucus vesiculosus.

Auk þess var kynnt eitt veggspjald frá Matís

  • Hólmfríður Sveinsdóttir, Hugrún Lísa Heimisdóttir, Jónína Jóhannsdóttir, Patricia Y. Hamaguchi, Arnljótur Bjarki Bergsson, Hörður G. Kristinsson og Steinar Svavarsson. Analysis of the bioactivity of fish protein hydrolysates used as feed enrichment for Atlantic cod (Gadus morhua) larvae.

Starfsmaður Matís var meðhöfundur í einu erindi

  • Tómas Hafliðason, Guðrún Ólafsdóttir, Björn Margeirsson og Sigurður Bogason. Simple shelf life prediction models for wireless sensor networks in fish supply chains.

Ráðstefnan var mjög áhugaverð og voru þátttakendur um 160. Rit ráðstefnunnar með útdrætti af öllum fyrirlestrum og veggspjöldum má finna hér: www.wefta.org/FILE_DIR/07-10-2011_12-05-14_60_WEFTA2011%20Proceedings.pdfFréttir