• !!Matis_logo

Vilt þú framleiða matvöru í vottuðu húsnæði? Þá eru Matarsmiðjur Matís málið!

11.7.2012

Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins.

Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarrar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi heilbrigðisyfirvalda.

Í matarsmiðjunum eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum og á Höfn í Hornafirði. Nánari upplýsingar um starfsstöðvar og Matarsmiðjur Matís má finna hér.

Fyrir stuttu birtist frétt á vefsvæðinu www.freisting.is um Matarsmiðju Matís á Flúðum. Fréttina má sjá hér.

Nánari upplýsingar veita Vilberg Tryggvason í Matarsmiðju Matís á Flúðum og Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson í Matarsmiðju Matís á Höfn.Fréttir