• Visindavaka_Rannis_2012

Vísindavaka Rannís - Matís með þara- og þangbás!

25.9.2012

Vísindavaka Rannís fer fram í Háskólabíói föstudaginn 28. september nk. Úrval spennandi rannsóknaverkefna verða kynnt á Vísindavökunni í ár eins og undanfarin ár.

Þema Matís í ár verður þari. Boðið verður upp á að smakka pasta sem framleitt er m.a. úr íslensku byggi og íslenskum þara. Einnig mun UNA Skincare kynna dag- og næturkremslínu sína sem einmitt er m.a. framleidd úr íslensku þangi.

Nánari upplýsingar um Vísindavökuna og Vísindakaffi, sem munu fara fram alla vikuna, má finna á vef Rannís, http://www.rannis.is/visindavaka/visindavaka/

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.


Fréttir