Hönnuðir og Bændur – Skapandi nálgun á upplifunum frá Nýnorræna eldhúsinu

2.11.2012

Nýr norrænn matur, eða Nýnorræna eldhúsið eins og það er oft kallað, er stöðugt að hefja ný samstarfsverkefni og koma sér inn á nýjan vettvang með því markmiði að sameina reynslu í matreiðslu og skapandi atvinnugreinum.

Þann 4.-6. nóvember nk. verður stefnan sett á Reykjavík þar sem alþjóðlega ráðstefnan „You Are In Control“ (YAIC) fjalla um verkefnið „Stefnumót hönnuða og bænda” sem er einn af mörgum liðum á dagskrá ráðstefnunnar sem fela í sér mat og skapandi matreiðslu.

YAIC er ráðstefna sem haldin er árlega og kannar þróun í skapandi atvinnugreinum í tónlist, listum, hönnun, fjölmiðlum, leikjum, bókmenntum, listrænni tjáningu og kvikmyndum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan verður haldin með ívafi matargerðar.

Stefnumót hönnuða og bænda er samstarfsverkefni vöruhönnuða úr Listaháskóla Íslands og bænda sem hafa þróað í sameiningu einstök matvæli byggð á hefðbundnum íslenskum vörum. Matís kom auk þess að þessu samstarfi og var hönnuðum og bændum innan handar með tæknileg atriði matvælaþróunarinnar og framleiðslunnar sem fylgdi í kjölfarið.

Á fyrstu þremur árunum samstarfsins þróaði hópurinn fjögur algjörlega ný matvæli. Þessar vörur eru frá fjórum bændum frá mismunandi landshlutum og hafa verið þróaðar og samsettar af hönnuðum og nú bornar alla saman fram á hlaðborði á ráðstefnunni. YAIC og Stefnumót hönnuða og bænda, ásamt skapandi framtaki frá matreiðslumönnum Hörpu, gefa  þátttakendum tækifæri á að njóta einstakrar matarupplifunar.

Stefnumót hönnuða og bænda verður til kynningar á ráðstefnunni, mánudaginn 5. nóvember klukkan 12:00. Í kjölfarið munu aðstandendur New Nordic Food og verkefnisins sýna verk sín. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun sækja ráðstefnuna, ásamt öðrum opinberum gestum.

Á hlaðborðinu verða meðal annars hægt að fá rúgbrauðsrúllutertu, sem er ný túlkun á rúllutertu, en einnig verður boðið upp á rabarbarakaramellu og skyrkonfekt. Þetta verður borið fram með íslenskum berjum og ávaxtadrykkjum ásamt salati hússins, sem ræktað er í garði Hörpunnar. Bjarni Gunnar Kristjánsson yfirkokkur Hörpunnar segir að hugmyndin hafi komið frá hans eigin garði þar sem hann ræktar sínar eigin jurtir og salat fyrir sumartímann. „Okkur langaði að gera tilraunir með gestum og gefa þeim tækifæri til að velja sjálf í sitt eigið salat“.

“Þetta verður örugglega fyrsta skrefið í átt að framtíðar samstarfi með nýjum alþjóðlegu og skapandi fólki. Ég held að við höfum tekið rétta ákvörðun, einstaka landið Ísland fyrir nýja skapandi norræna matarupplifun”, segir Elisabet Skylare, verkefnastjóri hjá Food and Creative Industries og New Nordic Food.

„Það er nýtt og spennandi að sjá mat sem verðmæti ásamt fjölda annarra skapandi greina eins og tónlistar, fjölmiðla, lista, bókmennta, kvikmynda, listrænnar tjáningar, hönnunar og leikja. Okkur finnst þetta frumkvæði hafa sýnt nýjar leiðir í samstarfi. Matarhefð eykur upplifun gesta en þarna mætast einnig hagsmunaaðilar úr mismunandi áttum í skapandi iðnaði“, segir  Anna Hildur, Nomex, Nordic Music Export og formaður YAIC.

Nánari upplýsingar:
You Are In Control
www.youareincontrol.is

Stefnumót hönnuða og bænda
www.designersandfarmers.com

Viðburður þessi er mögulegur vegna samstarfs YAIC, Stefnumót hönnuða og bænda, Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús, Miðstöðvar skapandi greina, Íslandsstofu og Nýs norræns matar (www.nynordiskmad.org).

Tengiliðir:
New Nordic Food, Elisabet Skylare, (+45) 2620 7579
You Are In Control,  Anna Hildur Hildibrandsdóttir, 854 5763


Fréttir