Hreinlæti í mjólkuriðnaði - Norrænt samstarfsverkefni

12.6.2002

Vinnufundur verður haldinn við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Akureyri í norrænu samstarfsverkefni sem heitir

Öll norðurlöndin taka þátt í verkefninu sem byrjaði fyrir rúmu ári síðan, en verkefnið er til þriggja ára. Meðal erlendra aðila sem koma að verkefninu eru VTT, Valio Ltd og Orion Diagnostica frá Finlandi, SIK, Arla Foods og Lagafors Fabriks AB í Svíþjóð, Tine Norske Mejerier og Matforsk í Noregi, Bioteknologiska Institutet og NIRO A/S í Danmörku og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskólinn á Akureyri, Mjöll og Norðurmjólk á Akureyri frá Íslandi.

Íslenski hluti verkefnisins fjallar almennt um hreinlæti í mjólkuriðnaði með sérstaka áherslu á viðveru og algengi Listeria baktería í hrámjólk, sérvöldum mjólkurafurðum og í vinnsluumhverfi mjólkurstöðvar. Haldnir eru vinnufundir a.m.k. tvisvar sinnum á ári þar sem þátttakendur birta niðurstöður sínar og ákveða næstu skref verkefnisins.

Verkefnisstjóri er Dr. Jóhann Örlygsson sérfræðingur á útibúi Rf á Akureyri.


Fréttir