Ráðstefna um betri nýtingu uppsjávarfisks

26.8.2002

Rf mun fimmtudaginn 5. september halda stutta ráðstefnu þar sem fjallað verður um leiðir til að auka verðmæti uppsjávarfisks. Ráðstefnan verður haldin í Smáraskóla í Kópavogi, við hlið Sjávarútvegssýningarinnar 2002. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sjá nánar dagskrá.


Ráðstefna í Smáraskóla, Kópavogi Fimmtudaginn 5. september, kl. 15 -18.

15:00-15.10 Ávarp. Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf.

15.10-15.25 Bætt gæði - frá veiðum til vinnslu. Sigurjón Arason, Rf.

15.30-15.45 Nýjar afurðir. Margrét Geirsdóttir, Rf.

15.50 - 16.10 Reynsla Norðmanna og nýjar niðurstöður úr tilraunum. Eyolf Langmyhr, SSF.

16.15 Kaffi

16.30-16.45 Framtíðar kælikerfi/kælimiðlar við geymslu og vinnslu. Sveinn H. Svansson, YORK.

16.50-17.05 Reynsla fyrirtækja. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri vinnslu hjá SVN.

17.10-17.25 Vinnslu-/veiðiskip framtíðarinnar. Bárður Hafsteinsson, Skipatækni ehf.

17.30-17.45 Bestun orkukerfa fiskiskipa. Jón Ágúst Þorsteinsson/Páll Valdimarsson, Háskóli Íslands.

17.50-18.00 Umræður og ráðstefnuslit


Fréttir