17,5 milljarðar evra til rannsókna í 6. rammaáætlun ESB

7.10.2002

Ákveðið hefur verið að veita 17,5 milljörðum evra til vísinda og rannsókna í 6. rammaáætlun ESB, sem gengur í gildi um næstu áramót. Framkvæmdastjórn ESB hefur þegar borist meira en 12.000 tilkynningar um hugsanleg rannsóknaverkefni, s.k. Expressions of interest (EoI). Þar af tengjast um 1000 rannsóknum á matvælum.

Philippe Busquin, yfirmaður rannsókna á vegum ESB, lýsti yfir ánægju sinni með þennan mikla áhuga og sagði hann sýna að vísindasamfélagið í Evrópu væri þróttmikið og tilbúið til að vinna að sameiginlegum rannsóknum í álfunni þegar tækifæri gefast.

Flestar hugmyndir að rannsóknaverkefnum bárust frá háskólum eða um 46%, en þar næst komu rannsóknastofnanir með um 32%. Um 14% tillagna bárust frá fyrirtækjum, en ýmislegt þykir þó benda til þess að þau hafi kosið að bíða með sínar hugmyndir þar til síðar í haust þegar opnað verður formlega fyrir umsóknir.

Íslendingar hafa sem fyrr aðgang að rannsóknaráætlun ESB og er það Rannsóknaráð Íslands (RANNÍS) sem hefur umsjón með áætlunarinnar hér á landi.

Hér má skoða greiningu á þeim tillögum (EoI) sem komu fram

RANNÍS/6. rammaáætlunin


Fréttir