Fiskneysla minnkar líkur á heilabilun

28.10.2002

Ný rannsókn virðist benda til þess að með því að borða fisk a.m.k. einu sinni í viku geti eldra fólk minnkað verulega líkurnar á að fá heilabilun. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði British Medical Journal.

Það voru franskir vísindamenn sem framkvæmdu rannsóknina og náði hún til 1.674 íbúa í SV-Frakklandi, 68 ára og eldri. Var sérstaklega fylgst með fisk og kjötneyslu fólksins í þau 7 ár sem rannsóknin stóð yfir.

Í ljós kom að þeir sem borðuðu fisk a.m.k. einu sinni í viku virtust mun ólíklegri til að greinast með heilabilunarsjúkdóma á borð við t.d. Alzheimer en þeir sem ekki norðuðu eins mikið af fiski.

Reyndar geta ýmsir þættir haft áhrif á niðurstöður slíkrar könnunar, s.s. menntun, en það geta t.d verið tengsl á milli menntunarstigs og neysluvenja fólks.

Sjá grein í netútgáfu The British Medical Journal


Fréttir