Langtíma rannsóknir - fjárfesting til framtíðarvaxtar

1.6.2013

Fáum vísindamönnum dylst mikilvægi langtíma rannsókna fyrir samfélagið í heild sinni hvort sem það er vegna verðmætasköpunar eða ávinnings hvað lýðheilsu varðar, svo dæmi séu tekin.

Matís horfir til langs tíma í sínum rannsóknum og eru nú þegar dæmi um sprota frá Matís sem stofnaður hefur verið þar sem grunnurinn var og er langtímarannsóknir á sjávarþörungum. Slíkt krefst gríðarlegs tíma og útsjónarsemi eigi vel að fara og algjörlega nauðsynlegt er að tryggja nægilegt fjármagn til að standa straum af kostnaði sem til fellur.

Næstkomandi þriðjudag 4. júní býður Matís til morgunverðarfundar kl. 08:30 á Hilton Reykjavik Nordica Hotel en þar mun dr. Gregory L. Yep, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá PepsiCo. halda fyrirlestur ásamt dr. Herði G. Kristinssyni, rannsóknastjóra Matís.

Dagskrá

 • 08:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
 • 08:40 Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís
  Investment in knowledge based value creation / Fjárfesting til framtíðarvaxtar
 • 09:00 Dr. Gregory L. Yep, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar, PepsiCo.
  Food and Beverage Innovation / Nýsköpun í matvælaiðnaði
 • 09:40 Umræður

  Fundarstjórn: Svana Helen Björnsdóttir, formaður stjórnar Samtaka Iðnaðarins
  (auglýsingu má finna hér)

PepsiCo. þarf ekki að kynna fyrir neinum enda fyrirtækið einna þekktast fyrir sjálfar Pepsí vörurnar, sem seldar eru hér á landi undir vörumerki Ölgerðarinnar. Færri vita aftur á móti að PepsiCo. framleiðir, markaðssetur og selur mun fleiri vörur á heimsvísu. Innan banda PepsiCo. eru vörulínur t.d. Tropicana, Quaker Oats, Frito-Lay og Gatorade. Fyrirtækið er það stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum og annað stærsta á heimsvísu, á eftir Nestlé, sem er einnig í samstarfi við Matís.

Á hverju árið eru seldar á heimsvísu vörur frá PepsiCo. að andvirði 108 milljarða dollara, rúmlega 13 þúsund milljarða íslenskra króna og því mál jóst vera að fyrirtækið er gríðarstórt og öflugt.

Þrír aðilar eru að koma til landsins frá PepsiCo. en helstan ber að nefna dr. Gregory L. Yep en hann er aðstoðarforstjóri rannsókna og þróunar hjá fyrirtækinu. Það er margt hægt að læra af fyrirtæki eins og PepsiCo. og verður fróðlegt að heyra sýn Dr. Yep á rannsóknir og þróun í matvælaframleiðslu á heimsvísu, þá sérstaklega núna þegar umræðan um fæðuöryggi er hávær.

Morgunverðarfundurinn fer fram eins og áður sagði á Hilton Reykjavik Nordica Hotel, Suðurlandsbraut 2, þriðjudaginn 4. júni kl. 08:30-10:00.


Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Mælst er til að fólk sé mætt tímanlega og fái sér léttan morgunverð áður en fundur hefst.

Æskilegt er að fólk skrái þátttöku sína á pepsico@matis.is


Nánari upplýsingar hér: www.matis.is/pepsico


Fréttir