Áhugaverður fyrirlestur n.k. föstudag

17.12.2002

Athygli er vakin á erindi dr. Harðar G. Kristinssonar, "Rannsóknir á áhrifum kolmónoxíðs og síaðs reyks til að auka gæði og lengja geymsluþol sjávarafurða," sem flutt verður í fundarsal á 1. hæð Skúlagötu 4, föstudaginn 20. des. kl. 13

Dr. Hörður G. Kristinsson lauk B.Sc. námi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og meistaranámi í matvælafræði sjávarafurða frá Fiskifræði- og sjávarútvegsdeild Washington háskóla í Seattle árið 1998. Hann stundaði síðan doktorsnám í matvælalífefnafræði við Massachusettes háskóla þar sem hann vann undir leiðsögn dr. Herbet O. Hultin að rannsóknum á eðlis- og efnaeiginleikum próteina í fiski. Dr. Hörður starfar nú við rannsóknir og kennslu við Háskólann í Flórída.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Fréttir