Verðmætasköpun og nýsköpun lykilinn að því að skapa fleiri og betri störf

16.9.2013

Sveinn Margeirsson, ásamt fleiri starfsmönnum Matís, var fyrir stuttu í viðtali í blaði Samtaka Iðnaðarins, Fleiri störf - betri störf. í blaðinu tekur Sveinn m.a. fram að tækifærin á Íslandi felast í að hagnýta hreina náttúru til að búa til heilnæm matvæli með jákvæða eiginleika.

Í viðtalinu kom Sveinn sér beint að kjarna málsins þegar SA spyrja hvað þurfi til að skapa fleiri og betri
störf? „Verðmætasköpun er lykillinn að því. Markmið Matís er að auka verðmæti þess sem landið og miðin gefa af sér og beita til þess þekkingu.”

Sókn í sjávarútvegi

Matís á mikið samstarf við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. „Við erum inni á gólfi hjá þeim og um borð í skipunum. Fyrirtækin skynja að við búum yfir þekkingu sem þau geta nýtt og vilja nýta”, segir Sigurjón
Arason, yfirverkfræðingur. „Það er t.d. hægt að nýta slóg sem til skamms tíma hefur verið hent í sjóinn. Ef það kemur nógu ferskt í land má draga úr því lífefni sem nýta má í lyfjagerð, fitusýrur og áburð.“

Viðtölin má finna hér.


Fréttir