Matís með enn eitt námskeiðið í Afríku

20.9.2013

Um miðjan ágúst hélt Matís sex daga námskeið í Kenía um framleiðslu og gæði fisks og fiskafurða.  Námskeiðið var í skóla ríkisstarfsmanna í Kwale sýslu rétt sunnan við borgina Mombasa, sem stendur við Indlandshaf.

Þrjátíu verðandi þjálfara sóttu námskeiðið sem fjármagnað var af Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankanum.  Þátttakendur voru almennt ánægðir með námskeiðið og sér í lagi með verklega æfingu þar sem „Sigurjóns kofinn“ var notaður til að reykja fisk.  Þvílíka gæðaafurð höfðu þátttakendur aldrei smakkað fyrr og má segja að tekið hafi verið hraustlega til matarins.

Matís hefur á undanförnum árum verið með námskeið í löndum sem liggja að Viktoríu vatni og því verið lögð áhersla ferskvatnsfiska.  Námskeiðið í Kwale sýslu í Kenía er því fyrsta námskeið í austanverðri Afríku það fjallað er sérstaklega um sjávarfiska.  Gert er ráð fyrir að áframhald verði á því í náinni framtíð.

Nánari upplýsingar veitir Margeir Gissurarson hjá Matís.
Fréttir