Sjávarútvegsráðstefnan 2013

19.11.2013

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 21.-22. nóvember. Matís kemur að ráðstefnunni með margvíslegum hætti, t.a.m. situr starfsmaður í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf.

Á ráðstefnunni verða haldin 47 erindi í 11 málstofum. Dagskrá er að finna á heimasíðu Sjávarútvegsráðstefnunnar, www.sjavarutvegsradstefnan.is/.

Í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. sem jafnframt er ráðstefnuráð eru: Inga Jóna Friðgeirsdóttir, formaður, Anna Kristín Daníelsdóttir, Erla Kristinsdóttir, Gísli Gíslason, Grímur Valdimarsson og Lúðvík Börkur Jónsson.


Fréttir