Meistaraverkefni um nýtingu, gæði og eðliseiginleika þorsks.

11.11.2003

Nýlega flutti Sveinn Margeirsson, M.S. nemandi við Verkfræðideild H.Í. erindi um verkefni sitt

Í verkefninu voru m.a. rannsakaðir þættir eins og flakanýting þorskafla, gæðaeiginleikar (los, blóðmar, holdroði og fjöldi hringorma) og eðliseiginleikar (drip, sýrustig, vatnsinnihald og vatnsheldni) og breytingar á þessum þáttum á rúmlega tveggja ára tímabili.

Í verkefninu var m.a. beitt margvíðri línulegri aðhvarfsgreiningu til að kanna áhrif ýmissa náttúrulegra breyta. Einnig voru rannsökuð áhrif breyta í veiðum og vinnslu þorsks á fyrrnefnda þætti.

Samstarfs- og styrktaraðilar verkefnisins voru Rf, H.Í., Samherji hf, AGR hf, Sjávarútvegsstofnun H.Í. og Rannís.

Aðalleiðbeinandi Sveins var Guðmundur R. Jónsson, prófessor við Verkfræðideild H.Í. en meðleiðbeinendur voru, sem fyrr segir, Sigurjón Arason, dósent, og Guðjón Þorkelsson, lektor.

Nánari upplýsingar um verkefnið: sveinnm@rf.is


Fréttir