Ráðstefna um smábátaveiðar í Norður-Atlantshafi

12.3.2014

Ráðstefna um smábátaveiðar í Norður-Atlantshafi verður haldin í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík dagana 25. - 26. mars nk.

Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni með því að fara inn á eftirfarandi vefslóð: https://meet.matis.is/jonas/3B0WBFFM

Smábátaveiðar og sjávarbyggðir víða í Norður Atlantshafi standa höllum fæti um þessar mundir. Erfið rekstrarskilyrði, lítil nýliðun, hár stofnkostnaður, mikil samkeppni frá öðrum atvinnugeirum og útgerðaflokkum, ásamt neikvæðri byggðaþróun eru meðal þeirra atriða sem gera þessum útgerðarflokki erfitt um vik. Það eru engu að síður einnig margir innan þessa geira að gera mjög góða hluti, þar sem menn hafa náð að aðlagast nýjum rekstrarskilyrðum og komið auga á ný tækifæri.

Meðhöndlun á fiski

Rannsóknaraðilar og aðrir hlutaðilar tengdir smábátageiranum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og Nýfundnalandi hafa á síðustu mánuðum verið að kynna sér rekstrarskilyrði, helstu vandamál og möguleg tækifæri innan greinarinnar í sínum löndum. Þessir aðilar ætla nú að standa fyrir ráðstefnu í Reykjavík 25.-26. mars þar sem farið verður yfir stöðu smábátaútgerða í hverju þessara landa, ásamt því sem samanburður verður gerður á rekstrarumhverfi þeirra. Landssambönd smábátaeigenda í hverju af áðurnefndum löndum munu halda kynningu, sérfræðingar á sviði markaðssetningar m.t.t. markaðsaðgreiningar á smábátafiski munu kynna sínar rannsóknir, seljendur ýmissa lausna fyrir smábátageirann munu kynna sínar vörur, aðilar sem bjóða upp á smábátaveiðar fyrir túrista munu kynna sína starfsemi og margt fleira.

Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Hægt er að nálgast dagskrána að ráðstefnunni.

Nánari upplýsingar má finna á vef Coastal Fisheries, www.coastalfisheries.net.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna með því að senda tölvupóst á Jónas R. Viðarsson, jonas()matis.is.


Fréttir