Neytendabanki Matís

17.3.2014

Neytendabanki Matís er hópur neytenda sem tekur þátt í neytendakönnunum á vegum Matís. Með því að koma skoðunum sínum á framfæri í rannsóknum Matís geta þátttakendur haft áhrif á þróun matvara á Íslandi.

Framlag þátttakenda getur falist í því að svara könnun á netinu eða í gegnum síma, taka þátt í umræðuhópum eða bragða og gefa álit sitt á ýmsum vörum.

Matís leggur mikið upp úr trúnaði og öruggri meðferð persónuupplýsinga. Allar upplýsingar sem Matís fær um einstaklinga eru varðveittar á öruggan hátt og meðhöndluð samkvæmt lögum um persónuvernd. Við framsetningu gagna er þess gætt að ekki sé hægt að rekja svör til einstaklinga.

Matís veitir þriðja aðila aldrei upplýsingar um svarendur í könnunum án þeirra samþykkis.

  • Kaupendur kannana, s.s. fyrirtæki sem nýta sér þjónustu Matís, fá aldrei aðgang að svörum einstaklinga.
  • Þeir starfsmenn Matís sem hafa aðgang að persónulegum upplýsingum ber skylda til að virða trúnað við svarendur.
  • Þátttakendum í könnunum er ávallt frjálst að neita að svara könnun.
  • Þátttakendur í Matís Neytendabankanum eiga möguleika á að vinna verðlaun fyrir þátttöku sína.

Hefur þú áhuga? Skráðu þig þá í Neytendabanka Matís.


Fréttir