• Samtok_Idnadarins

Matís á Nýsköpunartorgi SI 23. og 24. maí

22.5.2014

Nýsköpunartorgið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs.

FAGRÁÐSTEFNA
Föstudaginn 23. maí kl. 8.45-17.00

Fagráðstefnan hefst með sameiginlegri dagskrá í Sólinni en síðan verða haldnar málstofur í sex stofum háskólans. Annars vegar eru þrjár línur um uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja þar sem fyrirtækjum er skipt í deildir eftir þroskastigi og hins vegar málstofur um tengda stoðþjónustu s.s. höfundarétt, einkaleyfi og staðla. Gestir ráðstefnunnar geta valið sér þá fyrirlestra sem mestan áhuga vekja.

SKRÁNING

Dagskrá:

Sameiginleg dagskrá kl. 8.45-10.00 

    

 • Ávarp – Ari Kristinn Jónsson, rektor HR
 • Setning – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
 • Aukin framleiðni, verðmætasköpun og útflutningur – Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
 • Fjárfestingar ríksins í nýsköpun – Tækniþróunarsjóður
 • Starfs- og stoðkerfi nýsköpunarfyrirtækja – Salóme Guðmundsdóttir, Innovit Klak

Málstofur kl. 10.10-15.00 

Málstofur 3. deildar: fyrirtæki sem velta 0-10 milljónum árlega

 • Í startholunum - Fyrsta salan - Fyrsta þróunarverkefnið - Frumfjármögnun

Málstofur 2. deildar: fyrirtæki sem velta 10-100 milljónum árlega

 • Vöruaðlögun - Framhaldsfjármögnun - Markaðsuppbygging - Þróun ferla og skipulags

Málstofur  1. deildar: fyrirtæki sem velta 100-1000 milljónum árlega

 • Straumlínustjórnun- Uppskölun/Heildarlausnir - Vaxtarfjármögnun - Alþjóðavæðing

Málstofur þjónustu- og fagaðila

 • CE-merking – Einkaleyfamál – Upplýsingaöryggi - Rafræn viðskipti - Erlent samstarf og styrkir – Tækniþróunarsjóður - Þjónusta NMÍ - Kauphöll Íslands - Þjónusta SI - Hlutafjármögnun NSA - Orkustjórnun fyrirtækja

Í hádegishléi verða veitingar í Sólinni. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra setur sýningu Nýsköpunartorgs og afhentar verða viðurkenningar í Ecotrophelia Iceland sem er keppni um vistvæna nýsköpun matvæla.

Að málstofum loknum afhendir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra viðurkenningar Vaxtarsprotans. Boðið upp á léttar veitingar.

SKOÐA dagskrá

Spennandi NÝSKÖPUNARTORG fyrir alla fjölskylduna
Laugardaginn 24. maí kl. 11.00-17.00

Öllum þeim sem áhuga hafa á nýsköpun og tækni verður boðið á Nýsköpunartorgið. Um 70 nýsköpunarfyrirtæki og stofnanir kynna vörur og þjónustu en að auki verða margvíslegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna, m.a. 

 • Kynningar fyrirtækja um tækifærin í tækni - Sjá DAGSKRÁ
 • Pollapönk tekur lagið
 • Kubbað með Mindstorm
 • Spilað með Spilavinum
 • Fjögur vinningslið GameCreator kynna nýja tölvuleiki
 • Mælingar á ástandi húðarinnar í boði EGF húðvara
 • Prófaðu að hjóla með heimsins léttasta hjólgaffli
 • Hvernig verður rafmagn til?
 • Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda
 • Ekta eða fake? - Falsaðar vörur til sýnis
 • Taktu þátt í nýsköpun á orðavegg Ský þar sem leitað er eftir íslenskun á enskum tölvuhugtökum 
 • og fleira skemmtilegt...

SKOÐA sýnendur

Frítt er inn á sýninguna.

Markmið Markmið Nýsköpunartorgsins er að skapa skýra mynd af árangri og uppbyggingu tækni- og hugverkaiðnaðarins og aðkomu stoðkerfisins og Tækniþróunarsjóðs og að þessari uppbyggingu auk þess að byggja upp sterka og jákvæða ímynd þessara fyrirtækja með því að sýna og segja frá nýsköpun í ólíkum fyrirtækjum.

Samtök iðnaðarins, Tækniþróunarsjóður, HR, Einkaleyfastofa og Ský og fleiri aðilar sem tengjast nýsköpunarumhverfinu á Íslandi standa fyrir Nýsköpunartorginu.

Nánari upplýsingar má finna á vefsvæði Samtak Iðnaðarins.


Fréttir