• Gert að þorski

Rf á sjó! Rétt meðhöndlun afla.

13.11.2003

 Á Rf er nú unnið að gerð bæklings um bætta meðferð afla, sem ætlunin er að dreifa í öll íslensk fiskiskip. Verkefnið er stutt af AVS-sjóðinum og er á meðal þess sem kynnt verður á Haustfundi Rf á Nordica Hóteli í dag.

Um er að ræða myndabækling þar sem farið er yfir nokkur grundvallaratriði varðandi meðhöndlun á fiski, s.s. blóðgun, þvott og kælingu, en þessi fyrstu handtök skipta sköpum um hvort hægt er að vinna úr hráefninu úrvals afurðir með hámarks geymsluþol.

Nú er mikið rætt um að með nýjum kæli- og geymsluaðferðum sé hægt að lengja geymsluþol á ferskum fiski um 2-3 daga og að það hafi umtalsverðan fjárhagslegan ávinning í för með sér fyrir seljendur íslenskra sjávarafurða. Það vill hins vegar stundum gleymast að fyrstu handbrögðin skipta ekki síður máli, hvort heldur er rætt um geymsluþol eða gæði.

Sem fyrr segir er stefnt að því að dreifa bæklingnum um borð í öll fiskiskip, stór og smá, þegar hann verður tilbúinn. Í tilefni af gerð hans brá starfsmaður Rf sér í róður nýlega þar sem réttu handbrögðin voru fest á filmu.


Fréttir