Rf óskar eftir starfsmanni á rannsóknarsvið

14.11.2003

Starfið felst m.a. í undirbúningi sýna og ýmsum efnagreiningum.   BS próf í raungreinum eða sambærileg menntun er æskileg og reynsla af störfum á rannsóknarstofu er kostur.

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins óskar eftir að ráða rannsóknarmann á rannsóknarsviði.   Starfið felst m.a. í undirbúningi sýna og ýmsum efnagreiningum.

Menntun og/eða reynsla:

- BS próf í raungreinum eða sambærileg menntun er æskileg. Reynsla af störfum á rannsóknarstofu er kostur. 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. 

Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Upplýsingar veitir  Helga Gunnlaugsdóttir í síma 530 8600.

Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík eða með tölvupósti til helgag@rf.is fyrir 1. desember 2003.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Fréttir